top of page

Ljósmyndasafn Kristins H. Benediktssonar

Á Goslokahátíðinni 2021 færðu aðstandendur Kristins H. Benediktssonar Eldheimum til varðveislu ljósmyndir, sem hann tók 1973 í Heimaeyjargosinu. Kristinn var í Eyjum meira og minna allt gosið. Hann var fæddur 1948 og lést 2012.

 

Það er mjög verðmætt að fá þessar myndir og ekki eftir neinu að bíða með að koma þeim fyrir almannasjónir. Kristinn hafði einstakt auga fyrir myndefni og það sem einkennir gosmyndir hans er hvernig honum tekst að kalla fram listræna fegurð í myndum sem sýna eyðileggingu gossins.

bottom of page