Yfir 25.000 gestir

Aðsókn að Eldheimum til þessa hefur farið fram úr björtustu vonum.
Yfir 25.000 gestir hafa heimsótt Eldheima frá opnun safnsins í vor.
Safnið verður opið í allan vetur.

Í ljósi þess að Vestmannaeyjar eru ekki við hringveginn að þá var farið varlega í að áætla gestafjölda fyrsta árið. Talið var raunhæft að reikna með 15.000 – 16.000 manns fyrsta árið.

Það er því mjög ánægjulegt að gestirnir eru orðnir mun fleiri. Syningin í safninu hefur fengið mikið lof og mörg dæmi er um að fólk sé að fara sérstaka ferð til Eyja til þess að koma í Eldheima. Safnið er því styrkur fyrir alla ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum.

Á næstunni opnar svo Surtseyjarstofa í Eldheimum, en það verður öflug viðbót við upprifjunina á framvindu Heimaeyjargossins 1973. Í vetur er svo einnig fyrirhugaðir ýmsir viðburðir í safninu. Um safnahegina í byrjun nóvember verða bókakynningar og tónleikar.

No Comments Yet.

Leave a comment