Eldheimar tilnefndir til íslensku hönnunarverðlauna

Hönnunarverðlaun Íslands | Forval dómnefndar 2015 

Hönnunarverðlaun Íslands verða afhent í annað sinn þann 24. nóvember næstkomandi. Verðlaunin skulu veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða -stofu fyrir framúrskarandi ný verk; einstakan hlut, verkefni eða safn verka.

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins.

Verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn í fyrra, en handhafi þeirra hlýtur peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 kr.

Í ár verður einnig veitt viðurkenning fyrir „bestu fjárfestingu í hönnun 2015.“ 

Fyrirtækið sem hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2015 hefur allt frá stofnun lagt áherslu á, fjárfest í og skilgreint hönnun sem einn af meginþáttum þróunarferlisins. Þá hefur fyrirtækið með gildum sínum hvatt starfsfólk sitt til að keppa stöðugt að framförum, bjóða óskrifuðum reglum byrginn og taka meðvitaða áhættu. Árangurinn er óumdeildur.

Vinningshafinn verður tilkynntur við verðlaunaafhendingu hönnunarverðlauna Íslands 24. nóvember.

Vægi hönnunar í menningu okkar, samfélagi og viðskiptalífi er óðum að aukast. Því eru Hönnunarverðlaun Íslands mikilvægur liður í því að vekja athygli á gæðum og breidd íslenskrar hönnunar og arkitektúrs og auka skilning á gildi góðrar hönnunar. 

Rúmlega 100 tilnefningar bárust dómnefnd, sem nú hefur valið fimm verk sem þykja framúrskarandi.

No Comments Yet.

Leave a comment