Eldheimar eins árs í dag

ELDHEIMAR fagna eins árs afmælis í dag laugardaginn 23.maí

Nú er ár liðið frá opnun Eldheima og óhægt er að segja að vel hafi tekist til.

Safnið hefur fengið einstaklega góðar viðtökur bæði innlendra og erlendra gesta. Á sl. ári voru gestir safnsins um 26.000. Gestafjöldinn fór fram úr björtustu vonum. Um helmingur gesta voru erlendir ferðamenn. Meðal innlendu gestanna voru margir heimamenn og brottfluttir Vestmanneyingar, það hefur verið afgerandi afstaða Eyjamanna að þó safnið rifji upp átakanlega lífsreynslu þá sé gott að það sé risið, því mikilvægt sé að komandi kynslóðir þekki þennan mikilvæga kafla í sögu Eyjanna. Surtseyjastofa opnaði svo 14 november sl. og hefur Surtseyjarsýningin ekki síður fengið góðar viðtökur.

Hér eru þýskir afmælisgestir ásamt Martinu Pötzsch leiðsögumanni og Svövu Töru Ólafsdóttur starfsmanni Eldheima.

Marina Pötzsch

No Comments Yet.

Leave a comment