Dagskrá Goslokahátíðarinnar 3.- 6. júlí 2014

c89ec30051b885f4713bc0e29d1a4639_35aragoslok

Senn líður að goslokahátíðinni og verður hún vegleg í ár. Eldheimar munu að sjálfsögðu taka þátt í gleðinni en á föstudaginn verður tískusýning klæðskerans Berglindar Ómarsdóttur klukkan 18:00 á kaffihúsi Eldheima en sá hluti safnsins er gjaldfrjáls fyrir gesti.

Laugardaginn klukkan 16:00 verður síðan eyjapeyjinn Bjartmar Guðlaugsson með tónleika á rómantískum nótum á kaffihúsinu.

Dagskrá Goslokahátíðarinnar:

Fimmtudagur
Eymundsson
Kl. 14-18.00
Spákonan Sunna Árnadóttir spáir í bolla og spil fyrir gesti og gangandi gegn vægu gosgjaldi.
Pippkróin
Kl. 17.00
Opnun myndlistarsýningar Antons Borosak, Arnars Helga Garðarssonar, Eysteins Eyvindssonar og Magnúsar Kára Ágústssonar.
Hraunhitaveitan
Kl. 18.00
Ganga upp að gíg Eldfells með Svavari Steingrímssyni.
Vinaminni
Kl. 21.00
Lifandi tónlist á Vinaminni.
Höllin
Kl. 21.30 (húsið opnar kl. 20.30)
Eyjakvöld Blítt og létt hópurinn, aðgangseyrir.
Föstudagur
Ráðhús Vestmannaeyja
Kl. 9.00
Fánar goslokahátíðar dregnir að húni.
Golfklúbbur Vestmannaeyja
Kl. 10.00
Volcano open – ræst út kl. 10.00 og kl. 17.00. Keppendur mæti í skála klukkustund fyrir ræsingu.
KFUM & K húsið
Kl. 13.00- 17.00
Félagar úr Myndlistarfélagi Vestmannaeyja sýna myndir sínar.
Efri hæð Miðstöðvarinnar
Kl. 15.00
Sigurdís Harpa Arnarsdóttir opnar myndlistarsýningu sína, 1994-2014. Þórarinn Ólason og félagar leika létt lög.
Slippurinn
Kl. 16.00
Týsgallerí opnar sýningu á verkum Heimis Björgúlfssonar. Glæsilegur Goslokaseðill Slippsins tekur gildi kl 17:30.
Hús Taflfélagsins, Heiðarvegur 9
Kl. 17.00
Opnun myndlistarsýningar Sigurfinns Sigurfinnssonar.
Gallerý Tyrkja Gudda, Heiðarvegi 9
Kl. 17.00
Tónlistaratriði á handverksmarkaði, Daníel Frans og Bjarki leika á trompet og gítar.
Áshamarstún
Kl. 17.30
Ultimate frisbee mót. Aldurstakmark 14 ára, fimm í liði. Skráning á bragimagg@gmail.com.
Eldheimar
Kl. 18.00
Tískusýning Berglindar Ómarsdóttur klæðskera.
Stakkagerðistún
Kl. 18.00
Leikhópurinn Lotta sýnir Gilitrutt á Stakkagerðistúni. Aðgangseyrir kr. 1.900,-.
Tryggingamiðstöðin
Kl. 19.30
Berglind Ómarsdóttir kynnir hönnun sína. Léttar veitingar í boði.
Höllin
Kl. 19.30
Goslokahlaðborð Einsa kalda „Hafið við Eyjar”. Borðapantanir í síma 698-2572.
Hvítasunnukirkjan/Gamla Höllin
Kl. 21.00
Hljómsveitin Logar fagna 50 ára afmæli sínu í ár. Þeir halda tónleika og létta sögustund í gömlu Höllinni. Aðgangur er ókeypis í boði Vífilfells.
Háaloftið
Kl. 22.00
Tónleikar með Kaleo, aðgangseyrir 2.500 kr.
Kaffi Varmó
Kl. 23.00
Bræðurnir Kiddi og Sigvaldi frá Selfossi verða með harmonikku og gítar. Fjöldasöngur.
Kaffi kró
Kl. 23.30
Hið árlega hlöðuball. Kapteinn Morgan og gestir leika fyrir dansi.
Lundinn
Kl. 00.00
Bandið „Blátt áfram” leikur fyrir dansi.
Eldfell
Kl. 00.00
,,Logar í austri” - bæjarbúar hvattir til að líta að Eldfelli.
Volcano Cafe
Kl. 00.00
Dj Atli spilar fyrir mannskapinn og Fannar, Dagur og Hjálmar verða með skemmtilegar uppákomur.
Laugardagur
Golfklúbbur Vestmannaeyja
Kl. 8.00
Volcano Open, ræst út kl. 8.00 og 13.30. Keppendur mæti í skála klukkustund fyrir ræsingu.
Friðarhafnarskýlið
Kl. 11.30
Ganga á Heimaklett í umsjá Bibba og Björgó, spurningakeppni á toppnum og verðlaun. Mæting við Friðarhafnarskýlið.
Nausthamarsbryggja
Kl. 12.30-14.00
Bryggjuveiðimót Sjóve fyrir börn á öllum aldri, boðið upp á sannkallaða fjölskylduveiðistund! Allir þátttakendur fá glaðning og þátttökuverðlaun.
Helgafellsvöllur
Kl. 14.00
KFS- Augnablik
Bárustígur
Kl. 14.00 – 16.00
Sparisjóðsdagurinn. Hefðbundin fjölskylduhátíð, tónlist, leikir, grill, andlitsmálning ofl.
Skansinn
Kl. 15.00
Hafnar- og húsaganga með Arnari Sigurmundssyni. Mæting á Skansinn. Stiklað á stóru í sögu hafnarmannvirkja og fyrirtækja í Eyjum í heila öld, endað með heimsókn á Sjóminjasafn Þórðar Rafns Sigurðssonar.
Gallerý Tyrkja Gudda, Heiðarvegi 9
Kl. 16.00
Helgi Tórshamar og Sævar Helgi úr hljómsveitinni Afrek leika létt lög, þar á meðal goslokalag ársins 2014, Æskuslóð.
Eldheimar
Kl. 16.00
Bjartmar Guðlaugsson leikur tónlist, á rómantískum nótum.
Skipasandur
Kl. 20.30-22.30
Unglinga- og barnakvöldskemmtun í Coca Cola tjaldinu. Meðal atriða:
- Töframaðurinn Einar Mikael sýnir ótrúleg töfrabrögð og sjónhverfingar.
- Villi og Sveppi kæta og gleðja unga sem eldri
-Ævar vísindamaður gerir skemmtilegrar tilraunir
-Leikfélagið sprellar á svæðinu, hoppukastalar ofl.
Slippurinn
Kl. 22.00
Útigrill og veitingasala á Skipasandi (bakvið Slippinn).
Kaffi Varmó
Kl. 23.00
K.J trúbador (áður þekktur sem Hermann Ingi junior) leikur létt lög.
Skipasandur
Kl. 23.30
Stuð í Pippkrónni, í nýjum króm og Coca Cola tjaldinu á Skipasandi fram eftir nóttu (Kapteinn Morgan, Brimnes, Eymenn, Vangaveltur, Dans á rósum, Logar, Árni Johnsen og ýmsir gestir).
Prófasturinn
Kl. 00.00
Bandið „Blátt áfram” leikur fyrir dansi.
Volcano Cafe
Kl. 00.00
Dj Atli spilar fyrir mannskapinn og Fannar, Dagur og Hjálmar verða með skemmtilegar uppákomur.
Sunnudagur
Landakirkja
Kl. 11.00
Göngumessa frá Landakirkju að gíg Eldfells og að Stafkirkju. Samkirkjuleg guðsþjónusta þar sem félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leika. Í lok messu mun sóknarnefnd bjóða í kaffi á lóð Stafkirkjunnar.
Háaloftið
Kl. 21.00
Tónleikar með KK, aðgangseyrir 2.500 kr.
Sýningartímar listsýninga:
Kaffi Kró: Ýmir Grönvald sýnir verk sín. Opið er frá 11.00 alla helgina.
Hús Taflfélagsins Heiðarvegi 9
Sigurfinnur Sigurfinnsson. Opið föstudag frá 17.00-22.00 og laugardag og sunnudag frá 14.00-20.00.
Miðstöðin
Sigurdís Harpa Arnarsdóttir: Opið laugardag og sunnudag frá 13.00-18.00.
Pippkróin
Myndlistarsýning Antons Borosak, Arnars Helga Garðarssonar, Eysteins Eyvindssonar og Magnúsar Kára Ágústssonar. Opin föstudag og laugardag frá 14.00-18.00.
KFUM & K húsið
Félagar úr Myndlistarfélagi Vestmannaeyja sýna myndir sínar. Laugardagur og sunnudagur frá 13.00-17.00.
Einarsstofa
Sýningarnar „Vorið 2014 í Vestmannaeyjum“ og „Saga Eyjafrétta í 40 ár“ í tilefni stórafmælis blaðsins. Opið 11.00-17.00 alla daga.
Sagnheimar
Kvikmyndin „Gosið og uppbyggingin í Eyjum“ eftir Heiðar Marteinsson. Opið 11.00-17.00 alla daga.
Aðrir endurteknir viðburðir
Eymundsson
Spákonan Sunna Árnadóttir spáir í bolla og spil fyrir gesti og gangandi gegn vægu gosgjaldi. Föstudag 14.00 – 18.00 og laugardag 14.00 – 17.00.
Á Breiðabakka
Litboltavöllur opinn frá 12.00-16.00 laugardag og sunnudag. Aðgangseyrir 4500 kr., aldurstakmark 15 ára.
Skráning í bátana
Verið er að taka saman hverjir fóru með hvaða bát gosnóttina 1973. Skráning fer fram í Sagnheimum og á internetinu á vefslóðinni 1973ibatana.blogspot.com.

2 Responses

  1. My spouse and I absolutely love your blog and find the majority of your post’s to be exactly I’m looking for. Do you offer guest writers to write content for you? I wouldn’t mind composing a post or elaborating on most of the subjects you write related to here. Again, awesome weblog!

  2. Hi! This is my first comment here so I just wanted to give a quick shout out and say I truly enjoy reading your blog posts. Can you suggest any other blogs/websites/forums that deal with the same topics? Thanks!