Yearly Archives: 2014

Surtseyjarsýning opnuð í Eldheimum

Þegar nákvæmlega 51 ár eru liðin frá upphafi Surtseyjargossins opnaði sérstök Surtseyjarsýning í Eldheimum. Á sýningunni er fjallað um þróun lífríkis í Surtsey í máli og myndum. Þessar myndir eru frá opnun sýningarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra, Elliði Vignisson bæjarstjóri og Borgþór Magnússon frá Surtseyjarfélaginu fluttu ávörp við opnunina.

Read more

Vetraropnun hefst í dag

Í dag, miðvikudaginn 15.október breytast opnunartímar Eldheima. Opið verður frá miðvikudegi til sunnudags frá 13:00 til 17:00.Vegna opnunar utan þjónustutíma er hægt að hafa samband við eftirfarandi:Kristín Jóhannsdóttir (safnstjóri) 846-6497 eða kristin@vestmannaeyjar.isPerla Kristins 868-2903 eða perla@vestmannaeyjar.is...
Read more

Eldheimar á VestNorden

ELDHEIMAR á VestNorden ferðakaupstefnunni í Reykjavík.

Eldheimar ásamt öðrum söfnum og feðaþjónustufyrirtækjum eru með kynningu á VestNorden sem nú stendur yfir í Laugardalshöllinni. Meðal þess sem hefur vakið mikla athygli á sýngarbás Eldheima er aðgerðarhnífur, sem stungið var í logandi hraungrjót í gosinu 1973. Steinninn er gjöf til safnsins frá Birgi Þorbjarnarsyni fra Skagaströnd, sem var...
Read more

Yfir 25.000 gestir

Aðsókn að Eldheimum til þessa hefur farið fram úr björtustu vonum. Yfir 25.000 gestir hafa heimsótt Eldheima frá opnun safnsins í vor. Safnið verður opið í allan vetur.

Í ljósi þess að Vestmannaeyjar eru ekki við hringveginn að þá var farið varlega í að áætla gestafjölda fyrsta árið. Talið var raunhæft að reikna með 15.000 – 16.000 manns...
Read more